Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Skráning á Hin mörgu andlit gerenda

04. október 2019

Hin mörgu andlit gerenda 

Vinnustofa um greiningu, mat og meðferð þeirra sem brjóta kynferðislega gegn börnum.

Staðsetning: Safnaðarheimili Neskirkju

Hvenær: 4. okbóber 2019, kl.13-16.30.

 

Á vinnustofunni verður leitast við að skilgreina skaðlega kynferðislega hegðun í tengslum við kynferðisbrot gegn börnum. Þá verður fjallað um hvernig einstaklingar sem brjóta gegn öðrum eru metnir með hliðsjón af líkum á ítrekun, hvers konar meðferðarúrræði eru viðeigandi og hver árangur af slíkri meðferð er. Verkfæri sem kynnt verða eru meðal annars áhættumatstæki STATIC 2002, sem metur líkur á ítrekun og meðerðarvísirinn SOTIPS. Markmið verkfærakistunnar er að þátttakendur fái heildarsýn yfir hvað einkennir þá sem brjóta gegn börnum og hvað hægt er að gera til að draga úr líkum á frekari skaða. Leitast verður við að hafa vinnustofuna gagnvirka og kynna bæði matstæki og mál sem þátttakendur fá tækifæri til að spreyta sig á. Þá verður leitað að svörum við eftirfarandi spurningum (og fleiri):

        Greining kynferðisbrota – eru allir sem brjóta gegn börnum haldnir barnagirnd?

·                               Mat á áhættu – eru allir sem brjóta gegn börnum jafn líklegir til að brjóta af sér          aftur?

·                             Meðferð  - er hægt að lækna fólk sem hefur kynferðislegar langarnir til barna?

 

Anna Kristín Newton

Sérfræðingur í klíniskri- og réttarsálfræði Modus Operandi, Bæjarhraun 8, 220, HFN

anna.k.newton@gmail.com

Anna Kristín lauk grunnnámi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1997, fór í framhaldsnám til Bretlands í réttarsálfæði og lauk þaðan MSc prófi frá Háskólanum í Kent. Hún tók svo viðbótarnám við Háskóla Íslands til að öðlast löggildingu. Á námstímanum starfaði hún sem fangavörður og meðferðaraðili í fangeslum hérlendis og í Bretlandi.

Frá 2005 hefur Anna Kristín unnið að margvíslegum verkefnum tengdum réttarkerfinu; sem sálfræðingur Fangelsismálastofunnar, sem matsmaður í dómsmálum, kennt og handleitt lögreglu og fangaverði, tekið þátt í rannsóknum er tengjast réttarsálfræðilegum málefnum, unnið á meðferðarheimilum og sinnt sálfræðimeðferð á stofu, þá aðallega áhættuhegðun ungmenna og fullorðinna. Þá kennir hún námskeið á sviði réttarsálfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Helsta sérþekking hennar liggur í mati og meðferð þeirra sem brjóta af sér kynferðislega.

Anna Kristín er félagsmeðlimur í NOTA (National Organization of Treatment for Sexual Abusers), er í stjórn Nordic Network for research in Psychology and Law (NNPL) og þátttakandi í JANUS Projekt, hópur skandinavískra sérfræðinga í málum ungmenna sem sýna af sér óviðeigandi kynhegðun. Sem stendur starfar Anna Kristín sem sérfræðingur í mannréttindamálum (OPCAT) hjá umboðsmanni Alþingis samhliða því að starfrækja sína eigin stofu.

 

 
 

Greiðsla fyrir Verkfærakistu

17.000 kr fyrir félagsmenn og 24.000 kr fyrir aðra

Rkn. 348-03-403035
Kt. 500611-1620