Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Skráning á Þarfaþing september 2019

06. september 2019

Á fyrsta þarfaþingi vetrarins verður fjallað um: „Ofbeldi í nánum samböndum”.

Andrés Ragnarsson, sálfræðingur hjá Heimilisfriði, fræðir okkur um ofbeldi og ofbeldismeðferð Heimilisfriðar. Hann mun einnig fara yfir hlutverk okkar og verkfæri þegar við mætum ofbeldi skjólstæðinga eða maka þeirra í annarri meðferðarvinnu.

Margrét Arnljótsdóttir mun flytja örhugvekju áður en Andrés tekur til máls.

Á aðalfundi í vor var kosin ný stjórn og mun hún einnig kynna sig á fyrsta þarfaþinginu.

Við hittumst í SEM húsinu að Sléttuvegi 3, 4. hæð og dagskráin hefst kl. 17.

Að fræðslu lokinni verður að venju boðið upp á mat, drykk og gott spjall.

 
 

Skráning í viðburð

Sentu inn skráningu með því að smella á hnappinn fyrir neðan: