Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Skráning á Þarfaþing í mars

22. mars 2019

Ást í mörgum myndum!

Við blásum í lúðra og köllum inn okkar fólk!

Það er komið að síðasta þarfaþingi starfsársins og við ætlum að eiga bæði frábærlega fræðandi og sullandi skemmtilegt kvöld!

Að þessu sinni verður haldið pallborð undir yfirskriftinni “Ást í mörgum myndum”. Það verður spennandi, áhugavert, fræðandi, skemmtilegt, fjölbreytilegt og fyrst og fremst sett fram af virðingu fyrir öllum regnbogans litum. Við hittum einstaklega fjölbreytilegan hóp í vinnunni okkar og einmitt þess vegna er svo gott að fylgjast með, vera á tánum, skilja eitthvað sem við skildum kannski ekki áður og gefa fólki færi á að vera einmitt það sem það er. Til þess er þetta kvöld.

Við höfum fengið frábært fólk til liðs við okkur í pallborðið:
Gyða Bjarkardóttir. Formaður félags ása á Íslandi.
Margrét Nilsdóttir. Varaformaður BDSM á Íslandi og nemi í sálfræði.
Sólveig Rós. Fræðslustýra Samtakanna 78.
Sæborg Ninja. Gjaldgeri Trans Ísland og resident binary manneskja.

Stýra pallborð er Bjarndís Tómasdóttir. Stjórnarmeðlimur Samtakanna 78.

Taktu seinnipartinn og kvöldið frá og skráðu þig.

Allt sem þú þarft að vita: Pallborð, matur og gleði, föstudagurinn 22. mars kl. 17:00 í SEM salnum að Sléttuvegi 3.

Stjórnin



 
 

Skráning í viðburð

Sentu inn skráningu með því að smella á hnappinn fyrir neðan: