Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Skráning á Endurskrif hugarmynda (imagery)

19. október 2018

Fyrsta verkfærakista starfsársins verður föstudaginn 19.okt þar sem Oddi Erlingsson ætlar að fjalla um Hugarmyndir og endurskrif þeirra (imagery rescripting).

Staðsetning er Neskirkja - tímasetning frá 13-16.30.

Verð er 17 þúsund fyrir meðlimi í FSS og 24 þúsund fyrir aðra.

 

Nánari lýsing á verkfærakistunni:

Fjallað verður almennt um hvað átt er við með hugarmyndum og hvernig þær nýtast í sálrænni meðferð, en hugsanir í formi hugarmynda hafa mun sterkari áhrif á tilfinningar og líðan en hugsanir í formi orða. Á vinnustofunni er athyglinni beint að því hvernig hugarmyndir og endurskrif þeirra nýtast í sálrænni meðferð.

Endurskrif hugarmynda (EH) er aðferð þar sem atburðarrás neikvæðrar upplifunar er breytt þannig að skjólstæðingur ímyndar sér nýjan endi á atburðinum sem kemur betur til móts við þarfir hans. Endurskrif hugarmynda er öflug og árangursrík aðferð studd rannsóknum við meðferð ólíkra vandamála. Aðferðin er ein af mörgum tækjum hugrænnar atferlismeðferðar, en er einnig notuð ein og sér. Endurskrif hugarmynda er gagnleg við úrvinnslu neikvæðra atburða sem gerðust í raun og veru, en einnig við úrvinnslu ímyndaðra atburða eins og t.d. martraða eða framtíðarótta og hörmungarhyggju. Aðferðin er ekki aðeins gagnleg til að vinna með ágengar neikvæðar minningar, heldur einnig til að vinna með undirliggjandi skemu eða vanmáttarkennd í formi aukinnar samkenndar með sjálfum sér.

Að vinnustofunni lokinni ættu þátttakendur að geta byrjað að nota aðferðina við ýmis vandamál eins og t.d. áfallastreituröskun, félagskvíða, þunglyndi og persónuleikaröskunum. Þátttakendur fá meðferðarlýsingu (e. protocol) þar sem aðferðir eru útskýrðar með hliðsjón af viðkomandi vanda. Gerðar verða æfingar á námskeiðinu.

Um Odda Erlingsson

Oddi Erlingsson, sérfræðingur i klínískri sálfræði, á að baki rúmlega 35 ára starfsferil sem klínískur sálfræðingur og hefur starfað sjálfstætt sl. 30 ár. Nú síðast með kollegum sínum á Sálfræðisetrinu Klapparstíg, Klapparstíg 25-27. Oddi starfar við meðferð fullorðinna og hans helsta meðferðarnálgun er hugræn atferlismeðferð, en auk þess hefur hann sérhæfingu í parameðferð, núvitundarþjálfun og samkenndarnálgun (CFT). Frá upphafi kennslu í hugrænni atferlismeðferð hér á landi hefur hann verið handleiðari nemenda í því námi. Á síðustu árum hefur áhugi hans m.a. beinst að hugarmyndum og endurskrifum þeirra í klínískri meðferð og hefur hann kynnt aðferðina í hópi sálfræðinga.

 
 

Greiðsla fyrir Verkfærakistu

17000

Rkn. 348-03-403035
Kt. 500611-1620