Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Skráning á Árshátið FSS 2018!

27. apríl 2018

Föstudaginn 27. apríl fögnum við starfsárinu og mætum prúðbúin til veislu í salnum okkar í SEM húsinu að Sléttuvegi 3, 103 Rvk.

Húsið opnar kl. 18 með fordrykk og formlengt borðhald hefst kl. 19 og þá lokar einnig húsið. Veislunni stjórna gleðipinnarnir og tenórarnir Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson og mögulega mætir einnig óvæntur snillingur til að mingla meðal vor...

Matgæðingar Galito restaurant sjá um hátíðarmatinn og með honum er í boði rautt og hvítt og gyllt freyðandi söngvatn...

Matseðill kvöldsins er þessi:

Forréttir
Grafinn lax með dill sósu
Tvær tegundur Maki (sushi)
Nautacarpaccio með ristuðum hnetum
Andasalat með dvergappelsínum og svörtu sesami
Kjúklingaspjót „Toscana“
Brauð og pestó

Aðalréttur
Kryddjurtamarinerað lambalæri
Hunangsgljáð kalkúnabringa

Meðlæti
Hvítlaukskryddað kartöflusmælki
Ofnbakað rótargrænmeti
Villisveppasósa og ferskt salat

Eftirréttur
Sætt og ekki sykurlaust og kaffi

Að venju verður stuð og góð samvera enda einstaklega gott fólk í þessu félagi. Við munum svo dilla okkur saman að formlegri dagskrá lokinni undir tónum uppfærðs playlista FSS og eiga góða kvöldstund. Vertu með og dekrum við okkur sjálf, gleðina og hvort annað á þessum degi og fögnum sumri og góðu starfsári saman. Það hefur verið sérstaklega gaman að fá töluvert marga nýja félaga í hópinn undanfarið og við hvetjum alla til að koma, líka þá sem þekkja ekki marga eða hafa ekki mikið verið að mæta. Við tökum vel á móti ykkur.

Að venju er árshátíðin öll í boði félagsins og eingöngu opin fyrir þá sem eru skráðir í félagið.

Vinsamlegast skráið ykkur til leiks hér að neðan sem fyrst og endilega takið fram ef eitthvað þarf að taka tillit til varðandi matinn.

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur og ekki gleyma að þemað er Great Gatsby svo við munum leika okkur með það þegar við skreytum og auðvitað er þeim sem vilja frjálst að leika sér líka með það í fata eða aukahlutavali ;-)

Stjórnin

 
 

Skráning í viðburð

Sentu inn skráningu með því að smella á hnappinn fyrir neðan: