Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Skráning á Þarfaþing: Pallborð um sjálfsvíg

02. mars 2018

Nú er daginn verulega að lengja, fyrir augum okkar sjáum við snjóbylinn þynnast upp og missa mátt sinn
og brátt munu vorlaukar stinga sér upp úr mold og gleðja hjörtu okkar.
Við fögnum því voninni, gleðinni og birtunni um leið og við ræðum alvarlegustu hliðar lífsins.

Stjórn FSS býður félagsmönnum til pallborðs og veisluborðs
þar sem við fræðum hvert annað og gæðum okkur á föstum og fljótandi lífsuppbyggjandi veitingum.
Vertu með, bræðum vetur á brott og leikum saman :-)

Hér er allt sem þú þarft að vita:
Tími: Föstudagurinn 2. Mars kl 17:30.
Staður: Já við erum komin heim!
Endurbættur salur SEM samtakanna, Efstu hæð að Sléttuvegi 3,103 Reykjavík.
Enginn kostnaður og aðgangur aðeins fyrir félagsmenn

Dagskráin er eftirfarandi:
Kl. 17:30 – Hittumst og heilsumst

Kl. 17:45 – Pallborð um sjálfsvíg
Sigríður Karen Bárudóttir sálfræðingur
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur
Sr. Vigfús Bjarni Albertsson prestur
Vilhelm Norðfjörð sálfræðingur
Fundarstjóri: Baldvin Steindórsson sálfræðingur

Pallborðið fer þannig fram að þeir sem sitja pallborðið halda hver fyrir sig 10 mín erindi
og bjóða upp á umræður áður en næsti tekur til máls.
Eftir að allir hafa talað verður einnig boðið upp á opnar umræður á milli pallborðs og félagsmanna í sal.
Við hvetjum ykkur til að taka virkan þátt og nýta þetta tækifæri til að eiga gott samtal um mikilvægt mál.

Kl. 19:00 – Fréttir frá stjórn
Haukur Sigurðsson formaður FSS

Kl. 19:15 – Matur, drykkur, playlisti FSS og gefandi samvera

Húsið lokar þegar síðustu gestir fara

Tilkynntu þig til leiks núna!

 
 

Skráning í viðburð

Sentu inn skráningu með því að smella á hnappinn fyrir neðan: